Gestabloggari: Þórunn Ívars

Gestabloggari: Þórunn Ívars

Við hjá Optical Studio höldum mikið upp á smekklegu og fínu Þórunni Ívars sem allir ættu að kannast við og fengum hana í lið með okkur til að vera fyrsti gestabloggarinn hér á síðunni. Þórunn valdi sér sólgleraugun GG001S sem hafa verið mjög vinsæl hjá okkur og skrifaði um þau smá pistil sem má finna hér að neðan. Núna er hægt að versla þau hér á netinu og hver veit nema það leynist afsláttarkóði í færslunni.

Á hverju ári þegar það byrjar að vora lætur sólin loksins sjá sig og er það ákveðinn vorboði þegar maður getur varla sest undir stýri án þess að setja upp sólgleraugun. Ég fékk að velja mér þessi guðdómlegu gleraugu frá Gucci í samstarfi við Optical Studio. Þau eru ekkert lítið áberandi en þannig er ég nú vön að vilja hafa hlutina. Sólgleraugnalínan frá Gucci fyrir vorið er hreint út sagt stórkostleg og ættu allir að finna sér eitthvað við sitt hæfi. Hún er blanda af nýju og retro lúkki en það má finna bæði ný og gömul Gucci logo á gleraugunum sjálfum. Mörg gleraugnanna eru „over the top“ en önnur látlausari og jafnvel fíngerðari. Öll eiga það þó sameiginlegt að vera ekta Gucci. Ég mæli sérstaklega með því að gera sér ferð og skoða gleraugun en sjón er sögu ríkari, ferðin þarf þó ekki að vera löng því Optical Studio hefður opnað stórglæsilega netverslun þar sem þessi ásamt fleirum eru til sölu.

 Í tilefni opnunarinnar langaði mig að bjóða lesendum mínum 20% afsláttarkóða: thorunnivars sem gildir frá 5.-8.apríl næstkomandi. Optical Studio býður upp á frían sendingarkostnað og hægt er að skipta vörunum í verslunum Optical Studio í Smáralind og Keflavík (ekki á KefAirport).  Í netverslun er hægt að finna allt það vinsælasta frá Gucci, Ray Ban og Versace. Hægt er að kaupa þessi Gucci gleraugu hér.